Fyrsta skemmtiferðaskipið


Fyrsta skemmtiferðaskipið sem leggst að bryggju á Siglufirði þetta sumarið kom í gærmorgun. Þetta var Fram, með um 400 farþega. Það lagði svo úr höfn um kl. 12.15. Ljósmyndin hér fyrir ofan var tekin þá. Von er á alls 16 slíkum heimsóknum þetta árið. Sjá nánar um það á heimasíðu Fjallabyggðar. Og hér.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is