Fyrsta skemmtiferðaskipið komið

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Siglufjarðar snemma í morgun. Það var Ocean Diamond sem lagðist að Óskarsbryggju. Alls eru 39 komur 11 farþegaskipa áætlaðar til Siglufjarðar á þessu ári, frá og með 14. maí til 20. september. Með þeim koma 7.925 farþegar. Sjá nánar um það hér.

Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.