Fyrsta myndin af Ara


„Mínir ágætu útgefendur í Japan tóku sig til og létu teikna mynd af Ara Þór á kápu japönsku útgáfunnar af Náttblindu, sem var að koma út. Fyrsta myndin sem náðst hefur af Ara!“ Þetta segir rithöfundurinn Ragnar Jónasson í færslu á Facebook. Náttblinda og fjórar aðrar bækur hans gerast á Siglufirði og þar er lögreglumaðurinn Ari Þór Arason í aðalhlutverki.

Og í gærmorgun fékk Bókasafn Fjallabyggðar á Siglufirði senda þessa japönsku útgáfu af Náttblindu frá þýðandanum, en hann hafði áður sent safninu Snjóblindu. Bækur Ragnars hafa verið gefnar út í um tuttugu löndum og notið mikilla vinsælda og hlotið mjög lofsamlega dóma.

Mynd: Af Facebook-síðu Ragnars Jónassonar.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. 

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is