Fyrirtækjamót í strandblaki


Á næstu dögum fer fram fyrirtækjamót í strandblaki á Strandblaksvellinum við Rauðku. Fjölmörg fyrirtæki taka þátt í mótinu en mótið er liður í fjármögnun viðhalds vallarins. Sum fyrirtæki útnefna leikmenn til að spila fyrir sig á meðan það verður dregið úr blakspilurum hverjir spila fyrir önnur fyrirtæki.

Í kvöld, mánudag, ætla skipuleggjendur og blakarar að hittast kl. 20.00 á vellinum þar sem mótið verður skipulagt, dregið um hverjir spila fyrir hvaða fyrirtæki og svo verður spilað smávegis strandblak.

Á morgun, þriðjudag, hefst svo mótið en það mun byrja kl. 20.00 og verður spilað eitthvað fram eftir kvöldi. Mótið mun svo klárast á miðvikudag en sigurfyrirtækið mun hljóta eignar- og farandbikar.

Við hvetjum bæjarbúa til að kíkja á völlinn og styðja sitt fyrirtæki og vilja aðstandendur mótsins nota tækifærið og þakka fyrirtækjum fyrir stuðninginn.

Með kveðju,

strandblaksnefnd

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]