Fyrirtæki og sjómenn í Fjallabyggð mótmæla kvótafrumvörpum


Fyrirtæki í Fjallabyggð og Sjómannafélag Ólafsfjarðar birtu auglýsingu í síðustu viku þar sem kvótafrumvörpin eru harðlega gagnrýnd. Þar sagði:

?Sjávarútvegur og þjónusta við hann er undirstöðuatvinnugrein í Fjallabyggð.

Rekstrarskilyrði sjávarútvegsfyrirtækja og þjónustuaðila versna verulega
við lagabreytingarnar og þar með veikist grundvöllur samfélagsins í
Fjallabyggð.

Fyrirtæki í Fjallabyggð tapa 1.850 þorskígildistonnum.

Aflaverðmæti skipa í Fjallabyggð lækkar um 700 milljónir króna árlega.

Tekjur sjómanna lækka um 270 milljónir króna á ári. Til samanburðar má
nefna að heildarlaun í Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar eru um 292
milljónar krónur á ári.

Tekjur verkafólks, þjónustuaðila og hafnarsjóðs lækka.

Útsvarstekjur bæjarins lækka um ca. 37 milljónir króna á ári..

Veiðigjald á fyrirtæki í Fjallabyggð verður um 200 milljónir króna á
ári. Afli frystitogara er ekki reiknaður með þegar sveitafélög fá
hlutdeild í veiðigjaldi og því fær Fjallabyggð óverulegan hluta þess til
baka.

Frumvörpin er alvarleg aðför að atvinnulífinu í Fjallabyggð.

Við skorum á þingmenn Norðausturkjördæmis að berjast gegn þeim af fullum krafti.

Dúan sf.

JE vélaverkstæði ehf.

Kristbjörg ehf.

Rammi hf.

Ráeyri ehf.

Siglufjarðar Seigur ehf.

Siglunes hf.

Sjómannafélag Ólafsfjarðar

Sparisjóður Siglufjarðar

Vélsmiðja Ólafsfjarðar ehf

Útgerðarfélagið Nes ehf.?

Mynd: Guðmundur Gauti Sveinsson.


Texti: Aðsendur /
Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is