Fuglaskiltið komið upp


Í dag var fuglaskiltinu, sem útbúið var
fyrir nokkrum árum, komið upp á ný en það hafði verið tekið niður út af
framkvæmdum við Langeyrarveginn í fyrra. Þarna má líta myndir Jóns
Baldurs Hlíðberg myndlistarmanns í Reykjavík af helstu fuglategundum á
og við Leirurnar í Siglufirði, ásamt texta um svæðið, ritaðan af tveimur
heimamönnum.

Skiltinu var komið fyrir við syðri
hluta Langeyrartjarnarinnar að þessu sinni en í bígerð er að útvega
annað eins og setja það við ræsið nyrst, þ.e.a.s. ekki gegnt Álftarhólmanum.

Margir bæjarbúa, einkum þeir sem fá
sér göngutúr inn eftir, söknuðu fuglaskiltisins og ættu því að geta
tekið gleði sína á ný.

Hér má sjá þá Jón Ásgeirsson og Sölva Sölvason koma fuglaskiltinu á réttan stað.


Að þessu sinni var því komið fyrir við suðurhluta Langeyrartjarnarinnar.


Svona lítur það út.

Myndir og texti:
Sigurður Ægisson
sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is