Fuglar byrjaðir að syngja á ný


Sólin hefur kysst og vermt og faðmað Siglufjörð í tvo daga núna, eftir vorhretið síðasta, og allt er að verða eins og það var áður en ósköpin dundu yfir
– fuglar eru byrjaðir að syngja á ný og mannfólkið hefur tekið gleði
sína. Í dag var raunar sumarhúsastemmning við Aðalgötuna, framan við
bakaríið og annars staðar víða.

Hér koma nokkrar myndir.

Þessi mynd var tekin í gær.

Þessi líka.

Einnig þessi í Skarðsdalsskógi.

Sem og þessi; séð yfir að Hóli.

Og ein til.

Þessar straumendur voru fyrir neðan efri brú eða ræsi, sem liggur yfir Hólsána.

Þetta hlýtur að vera siglfirskur stofn.

Þessar mæðgur, Steinunn Marteinsdóttir og Kristín Margrét Halldórsdóttir,
fengu sér góðgæti úr bakaríinu og nutu veðurblíðunnar í dag.

Og ekki voru þessir kappar í lakara skapi: Örlygur Kristfinnsson, Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur,
sem nú vinnur að ritun nýrrar ævisögu sr. Bjarna Þorsteinssonar, sem út á að koma á 150 ára afmæli hans,
14. október næstkomandi, og lengst til hægri er svo Kristján Jóhannsson myndlistarmaður og kennari.

 
Hér sést vel hversu mjög snjóinn hefur tekið upp frá því í gær.

Og ein að lokum.

Já, nú er gaman fyrir norðan.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is