Fugl fyrir milljón 2011


Nú er hafin í annað sinn ljósmyndakeppnin Fugl fyrir milljón, en þar er keppt um bestu fuglamyndina tekna á Tröllaskaganum, í Hrísey, Grímsey, Drangey eða Málmey á tímabilinu 14. maí til 31. ágúst 2011. Hægt er að skrá sig hjá ýmsum ferðaþjónustuaðilum á Tröllaskaganum eða með því að senda tölvupóst á netfangið hotel@brimnes.is. Skráningargjald er 4.000 krónur og af því renna 1.000 krónur til Fuglaverndar. Auk ýmissa veglegra verðlauna verður besta myndin verðlaunuð með 1.000.000 króna í reiðufé.

Sjá nánar hér.

Þessi glæsilega mynd af tveimur langvíum í Grímsey vann í fyrra.

Myndasmiðurinn er Einar Guðmann á Akureyri.

Mynd: Einar Guðmann.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is