Frístundakort í Fjallabyggð?


Timinn.is sagði í gær: ?Á fundi frístundanefndar Fjallabyggðar sem haldinn var þann 24. mars sl. voru lögð fram ný drög að reglum um frístundakort. Í fundargerðinni kemur meðal annars fram:

?Búið er að einfalda fyrirkomulagið og er nú talað um frístundastyrki. Samkvæmt reglunum verða sendar út ávísanir stílaðar á nafn og verður hægt að nota þær í allar frístundir innan Fjallabyggðar sem gert hafa samning um slíkt við Fjallabyggð. Fjöldi einstaklinga á aldrinum 6-18 ára eru 360 talsins. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun fyrir slíkum kostnaði. Nefndin leggur til að viðmið fyrir árið 2011 verði kr. 6.000 á barn. Heildarkostnaður við slíkt er því áætlaður kr. 2.160.000.?

 

Samþykki bæjarstjórn þessar hugmyndir er ljóst að fyrsta skrefið hefur verið tekið til þess að styrkja ungmenni í sveitarfélaginu til frístundastarfs. Mikill kostnaður fylgir margvíslegu félags- og íþróttastarfi og hefur reikningur heimilanna síst minnkað á síðustu mánuðum. Nú er bara að bíða og sjá hvort bæjarstjórn Fjallabyggðar muni hrinda þessum áformum í framkvæmd.?

Sjá fundargerðina hér.

Mynd: Aðsend.


Texti: Timinn.is/ritstjórn.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is