Fríða komin af stað aftur


Nú er Fríða Björk Gylfadóttir farin af stað á vinnustofu sinni við Túngötuna með sama opnunartíma og meðan á prjónaskapnum stóð, þ.e.a.s. alla mánudaga frá kl. 15.00-18.00. Hún verður alltaf með kaffi á könnunni og öll þau sem langar að sjá, spyrja eða hjálpa til, eru velkomin.

Fríða er alltaf með heitt og gott kaffið tilbúið þarna fyrir innan.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is