Fréttir úr norðrinu


Siglufjörður virðist hafa sloppið mun betur en aðrir landshlutar flestir í óveðrinu sem er nýlega að mestu gengið yfir, alla vega hvað tjón varðar, en fór þó ekki varhluta af rafmagns- og fjarskiptabiluninni. Varðskipið Þór kom með rafstöð til Siglufjarðar um kl. 11.30 í gærkvöldi. Óskað hafði verið eftir aðstoð þess í gærmorgun og hélt skipið til Ísafjarðar þar sem rafstöðin var sótt. Tveimur klukkustundum eftir að rafstöðin kom fór rafmagnið aftur af Siglufirði og kom ekki aftur fyrr en á hádegi í dag.

Farsímasamband datt líka út í nótt en kom inn um níuleytið í morgun.

Varðskipið er núna í höfn á Dalvík.

Siglufjarðarvegur og Múlavegur eru enn lokaðir og enginn mokstur byrjaður. Ekki er vitað hvenær það verður.

Ekkert skólahald hefur verið í Fjallabyggð í þrjá daga.

Mynd af rafstöð um borð í Þór: Landhelgisgæslan.
Aðrar myndir: Mikael Sigurðsson.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]