Fréttatilkynning

Fréttatilkynning frá Kristjáni L. Möller og Ólafi H. Kárasyni: Jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta.

Undirritaðir, Kristján L. Möller og Ólafur H. Kárason, fyrir hönd ýmissa rekstrar- og þjónustuaðila á Siglufirði, í Ólafsfirði og í Fljótum, hafa 25. mars síðastliðinn sent inn meðfylgjandi umsögn til Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis við tillögu til samgönguáætlunar áranna 2020-2024, og tillögu til samgönguáætlunar áranna 2020-2034.

Umsögnin endar á þessum orðum:

„Undirrituðum er kunnugt um að á næstunni muni Vegagerðin skila af sér skýrslu varðandi fyrstu úttekt á þessum jarðgöngum og hvetja því til áframhaldandi vinnu við greiningu á byggðalegum, samfélagslegum og umferðaröryggislegum þáttum þessa verkefnis.

Við undirbúning næstu jarðgangaáætlunar er óhjákvæmilegt annað en að líta til mikilvægis framangreindra jarðganga og raða þeim framarlega í framkvæmdaröð jarðganga á Íslandi.

Með umsögn þessari vilja undirritaðir óska eftir því og hvetja háttvirta umhverfis- og samgöngunefnd sem og Alþingi til þess að setja jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta á stefnumarkandi og endurskoðaða samgönguáætlun áranna 2020-2034 og fjárveitingu til að hefja allar nauðsynlegar undirbúningsrannsóknir sem allra fyrst á aðgerðaáætlun 2020-2024.

Það eru ánægjuleg tíðindi og mikilvægt að Vegagerðin hefur nú nýlega skilað af sér umræddri skýrslu um jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta og er því þessi umsögn sem 70 aðilar skrifa undir mikilvægt innlegg í þá umræðu sem þarf að eiga sér stað til að þoka áfram gerð umræddra jarðganga milli Siglufjarðar og Fljóta.“

Hér er slóð á umrædda umsögn okkar: https://www.althingi.is/altext/erindi/150/150-1730.pdf

Með jarðgangakveðju,

Kristján L. Möller.

Ólafur H. Kárason.