Fréttablað Siglfirðingafélagsins komið á Tímarit.is


Í gær var lokið við að skanna inn alla tuttugu og fjóra árgangana af
Fréttablaði Siglfirðingafélagsins, frá 1988 til 2011, og setja blaðið
inn á Tímarit.is, þar sem það verður í góðum félagsskap hundruða
íslenskra blaða og tímarita. Þar með verður hægt að fletta blaðinu, sem
hefur flutt mikinn fróðleik gegnum tíðina, og meira að segja að leita að einstökum
efnisorðum. Stjórn Siglfirðingafélagsins ákvað að ráðast í þetta
verkefni í tilefni af 50 ára afmæli félagsins á þessu ári.

Þess má geta að nokkur siglfirsk blöð eru komin inn á þessa vinsælu vefsíðu Landsbókasafnsins svo sem Fram (1916-1922), Glettingur (1923), 1. maí (1929-1955) og Þytur (1954-1955). Ekki verður þess langt að bíða að Framtíðin (1923-1927) verði einnig aðgengileg.

Slóð á Fréttablað Siglfirðingafélagsins: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pubId=627&lang=is.

Mynd: Tímarit.is

Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is