Fremur rólegt yfir Siglufirði í dag


Það er búið að vera fremur rólegt yfir
Siglufirði í dag og lítið um mannaferðir. Veðrið hefur reyndar ekki boðið upp á mikið, því ýmist hefur verið súld eða þá
gengið á með skúrum.

Fréttamaður tók rúntinn og ljósmyndaði það markverðasta sem fyrir augu bar.

Ofarlega í Skarðsdal mátti sjá að planið er að verða tilbúið undir stóra borinn.

Ungur smyrill í fæðuleit tyllti sér þarna í rigningunni, en flaug bráðlega aftur.

 

Einhvern veginn svona leit hann út einu sinni.

Þessi mynd var tekin í fyrra í Búrfellshrauni í Mývatnssveit.

Einhver var að snyrta kantinn í afdrepi Vegagerðarinnar uppi á Saurbæjarásnum.

Búið er að helluleggja en eftir að setja niður trjágróður.

Um kl. 17.00 komu 20-30 bifreiðar út úr munna Héðinsfjarðarganga,

leiddar af einni frá Háfelli.

En gefið hafði verið leyfi til að fara þar um

vegna setningar og vígslu Menntaskólans á Tröllaskaga.

Á Togarabryggjunni er oftast eitthvað um að vera.

Þarna voru fiskikör á leið um borð í Hópsnes GK 77.

Og Hafdís SU 220, frá Eskifirði, var nýkomin að landi með afla.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is