Franskir straumar og ævintýraópera frumflutt


?Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin dagana 2.-6. júlí, hefst
sumsé á morgun, og ber yfirskriftina Sigló, je t?aime! eða Sigló, ég
elska þig! Hátíðin er á frönskum nótum auk þess sem sérstök áhersla
verður lögð á harmónikuna sem alþýðuhljóðfæri. Franskir tónlistarmenn
koma í heimsókn og verða með fjölbreytta tónleika.? Þetta segir í aðsendri fréttatilkynningu.

Og ennfremur:

?Fremst í flokki er fransk-íslenska hljómsveitin Klezmer Kaos frá París. Hún heldur tvenna tónleika á hátíðinni auk þess að halda námskeið í klezmer-tónlist. Íslenskur klarinettuleikari, Heiða Björg Jóhannsdóttir, er aðal driffjöður hljómsveitarinnar og leikur bæði og syngur. Þá kemur franska miðaldatríóið Tónaspegill eða Le Miroir de Musique á hátíðina og leikur franska tónlist frá tímum Snorra Sturlusonar. Unnur Sara Eldjárn syngur lög eftir franska söngvaskáldið Serge Gainsbourg og Páll Palomares leikur fiðlukonsert eftir Edouard Lalo ásamt Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Stjórnandi hljómsveitarinnar er ungur og efnilegur hljómsveitarstjóri, Bjarni Frímann Bjarnason.

Íslenskum þjóðlögum verður gert hátt undir höfði á hátíðinni. Steindór Andersen kvæðamæður heldur tónleika og stjórnar kvæðamannakaffi í Þjóðlagasetrinu, Hlín Pétursdóttir söngkona flytur íslensk þjóðlög í nýjum útsetningum og Bragi Bergþórsson syngur ?Ný íslensk þjóðlög? eftir bandaríska tónskáldið Evan Fein við ljóð eftir Þorvald Davíð Kristjánsson leikara og ljóðskáld við undirleik tónskáldsins.

Ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson verður frumflutt á hátíðinni. Hún byggir að hluta á íslenskum þjóðlögum en einnig bregður fyrir rappi og fjörlegum dönsum. Einnig heimsækir færeyskur karlakór hátíðina og stiginn verður færeyskur dans við Þjóðlagasetrið.

Þjóðlagaakademían verður haldin í áttunda sinn en Örn Magnússon og Marta Halldórsdóttir halda utan um hana. Þar er ítarleg kennsla um íslenskan þjóðlagaarf og erlendir listamenn hátíðarinnar segja frá tónlist þjóða sinna. Við hvetjum kennara og námsmenn í þjóðfræðum eða skyldum greinum til að taka þátt og kynnast þjóðlagaarfinum.

Námskeið hátíðarinnar eru einstaklega áhugaverð í ár. Þar verður kennt handverk og tónlist. Á meðal erlendra gesta á hátíðinni má nefna harmónikusnillinginn Borislav Zgurovski og austurríska slagverksmanninn Claudio Spieler sem verða báðir með námskeið á hátíðinni. Hljómsveitin Klezmer Kaos og miðaldartríóið Le Miroir de Musique verða með námskeið. Dominique Plédel Jónsson er íslendingum löngum kunn af þáttargerð sinni fyrir RÚV. Hún verður með tvö námskeið, annað um franska dægurtónlist og annað um tónlist í nýlendum frakka. Kristín Hólm Hafsteinsdóttir mun kenna bæverskt hekl og Constantin Bors mun leiðbeina fólki við útskurð.

Karakkarnir fá einnig sitthvað fyrir sinn snúð og verða haldin bæði barna og unglinganámskeið. Fjöllistamaðurinn Arnljótur Sigurðsson  og Björg Þórsdóttir kennari leiðbeina á þeim. Námskeiðin henta fyrir alla, ekki eru gerðar neinar kröfur um bakgrunn í tónlist til að sækja þau.

Nánar má lesa um dagskrá Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði á folkmusik.is.

Upplýsingar festival@folkmusik.is og í síma 467-2300 á milli 12:00 og 18:00.? 


Þjóðlagahátíð á Siglufirði hefst á morgun.

Sönghópurinn Villifé.
Söngdagskráin Villifé fjallar ekki um villtar sauðkindur eins og sumir kynnu að halda
heldur fjallar hún um ást í samræmi við einkunnarorð þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði 2014 ? Ég elska þig!Tríóið Le Miroir de Musique eða Tónaspegill er skipað frábærum tónlistarmönnum

sem kynntust við hinn fræga Schola Cantorum í Basel í Sviss.

Hljómsveitin leikur á upprunanleg hljóðfæri

og flytur tónlist eftir tónskáld sem gerðu garðinn frægan á dögum Snorra Sturlusonar,

þar á meðal eftir Gace Brulé, Perotinus og Rudel.

Myndir: Aðsendar.

Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.


image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is