Framkvæmdum lokið


Framkvæmdum sem staðið hafa yfir í fimm ár í norðurhluta Fífladala í Hafnarfjalli í Siglufirði er lokið. Þetta var jafnframt þriðji áfangi framkvæmda við uppsetningu stoðvirkja í firðinum, en fyrsti áfanginn var í Gróuskarðshnjúki í norðurhlið Hvanneyrarskálar haustið 2003, annar hófst sumarið 2013 í Fífladölum og hinn þriðji sumarið 2015. Lokaúttekt fór fram 31. ágúst síðastliðinn.

Um 2.200 metra af stoðvirkjum var að ræða í þessum áfanga. Hæð þeirra er 3,5-5 metrar. Verktaki var Köfunarþjónustan ehf. en verkkaupi Fjallabyggð.

Ofanflóðasjóður greiddi 90% kostnaðar, Fjallabyggð 10%.

Framkvæmdasýsla ríkisins, FSR, hafði umsjón með verkefninu fyrir hönd verkkaupa. Verkefnastjóri við frumathugun var Guðmundur Pálsson og við verkframkvæmd Sigurður Hlöðvesson.

Myndir: Sigurður Hlöðvesson (í fjallinu) og Sigurður Ægisson | [email protected] (úr fjarlægð).
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected] / Framkvæmdasýsla ríkisins.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]