Framkvæmdir að hefjast við Snorragötu


Nú eru að hefjast framkvæmdir við Snorragötu en eins og flestum ætti að
vera kunnugt er hún ónýt og stendur til að leggja nýjan veg þar, sem að
hluta til verður ívið austar en nú er, m.a. við Síldarminjasafnið. Ekki
er ósennilegt að skipta þurfi algjörlega um jarðveg, enda það ekki
beysið sem malbikið hefur verið lagt á áður. En allt á þetta eftir að koma í ljós.

Þrjár fyrstu ljósmyndanna voru teknar 11. maí en svo var gert hlé þar til fyrir skemmstu; hinar fjórar eru frá 26. maí.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is