Framkvæmdir á skíðasvæðinu


Nú er hafin jarðvegsvinna á skíðasvæðinu í Skarðsdal og er unnið fyrir fjárveitingu frá Ríkinu.

Að sögn Egils Rögnvaldssonar,
umsjónarmanns skíðasvæðisins, er fyrsta verk að
lagfæra lyftusporið á Bungusvæði og næst verður farið í að lagfæra lyftusporið við
T-lyftu. Síðan er hugmyndin að slétta alla brekkuna við Neðstu-lyftu og
setja upp girðingar, og að því loknu er meiningin að rúlla heyi yfir
sárið til uppgræðslu.

Að þessum framkvæmdum loknum er vonast til þess að unnt verði að opna svæðið á sem minnstum snjó sem fyrst á
haustin eða í byrjun nóvember.

Það er Kári Hreinsson sem er gröfustjóri.

 

Bungusvæðið. Grafan á leið upp. Ekki virkar hún nú stór þarna í miðjum Illviðrishjúki.

 


Komin á áfangastað.Vegurinn ofarlega í Skarðsdal er víða illa farinn eftir rigningarnar 22. ágúst síðastliðinn,

 en tæplega verður farið í að laga hann úr þessu, heldur mun það að líkindum bíða til næsta vors.

 

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is