Frábært útivistarveður


Árlegir Vetrarleikar UÍF hófust í gær, föstudaginn 26. febrúar, og munu standa til 6. mars. Sjá nánar hér.

Frábært veður hefur að undanförnu verið til útivistar hverskonar í Ólafsfirði og Siglufirði, bjart og notalegt, og það er eins þennan laugardaginn, enda margt fólk á stjái innfjarðar, ýmist gangandi eða skíðandi. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin skömmu fyrir hádegi upp á skíðasvæðið í Skarðsdal. Þar verður opið til klukkan 16.00.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is