Frábær stemmning á Strandblaksmóti Rauðku


Á laugardeginum um verslunarmannahelgina vöknuðu strandblakarar snemma og spiluðu þessa frábæru íþrótt við bestu mögulegu aðstæður á vellinum við Rauðku. Drengirnir byrjuðu og mættu fjögur pör til leiks þar sem Gulli Stebbi og Dawid báru sigur úr bítum. Hjá stúlkunum mættu níu pör og þar voru það Anna María og Silla Guðbrands sem sigruðu.

Þrjú efstu sætin fengu flott verðlaun þar sem sigurvegararnir fengu glæsilegt gjafabréf á Hannes Boy. Í lok móts voru fjölmargir happdrættisvinningar dregnir út meðal þátttakanda og vilja mótshaldarar þakka fyrirtækjum stuðninginn. Þau eru: Rauðka, Nivea, BYKO, Bryggjan, Siglufjarðarapótek, Siglósport, Snyrtistofa Hönnu Siggu, Hárskerinn Hrólfur, Hárgreiðslustofa Sillu Hauks, Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Sporthúsið í Kópavogi, Ramminn, Fontana SPA Laugarvatni, Tapashúsið, Fiskkompaníið, Kjólakistan og Mjólka.

Frábær stemmning á Strandblaksmóti Rauðku

Myndir og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is