Frábær sigur hjá KF á toppliði Hamars


KF spilaði í gær við topplið Hamars í 2. deildinni. Skemmst er frá því að segja að okkar drengir tóku Hvergerðinga í kennslustund og unnu stærsta sigur sem KF hefur unnið, enda nýstofnað. Lokatölur urðu 5-0, en staðan í hálfleik var orðinn 4-0.

Sigurbjörn Hafþórsson kom okkar drengjum yfir strax á 22. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni 10 mínútum síðar. Vel að verki staðið hjá Bjössa sem skoraði sín fyrstu mörk á þessu tímabili en vonandi ekki þau síðustu. Gabríel skoraði svo á 39. mínútu eða 4 mínútum áður en Aggi setti fjórða markið á Hvergerðingana. Leikurinn svo gott sem búinn í hálfleik.

Kristján Vilhjálmsson bætti síðan við 5. markinu í síðari hálfleik og strákarnir unnu eins og áður sagði flottan sigur á toppliði Hamars.

Seinni umferðin hefur farið mjög vel af stað hjá okkar drengjum, tveir sigrar og eitt jafntefli í 3 leikjum.

Næsti leikur er svo gegn Dalvík á fimmtudag eftir Verslunarmannahelgi, þar sem okkar drengir halda vonandi áfram góðri siglingu.


Sigurbjörn Hafþórsson.

Mynd: Guðný Ágústsdóttir.

Texti: Þorvaldur Þorsteinsson | thorvald@vis.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is