Fótboltadagur KS á Hóli


Almenn ánægja var með Fótboltadag KS á Hóli, en þar komu saman þau börn
og ungmenni sem hafa verið að æfa reglulega hjá félaginu í sumar og léku knattspyrnu á nokkrum
völlum síðdegis. Var þessu skipt þannig að 3. og 4. flokkur pilta og stúlkna mætti kl. 17.00, en 5., 6., 7. og 8. flokkur kl. 17.30.

Nokkuð svalt var í lofti og foreldrar margir hverjir því gjarnan dúðaðir, en smáfólkið
lét það ekki á sig fá, enda með annað í huga, og reif sig
jafnvel úr treyjum og hljóp þannig um græna bala, reynandi af mikilli
ákefð að
koma þeim hnöttótta í netmöskvana.

Kl. 19.00 var svo boðið til grillveislu.

Hér koma nokkrar svipmyndir frá hátíðinni, teknar í allar áttir, án frekari skýringa.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is