Forsala hafin á bókinni um séra Bjarna


Hin nýja bók sem Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur er að skrifa um séra Bjarna Þorsteinsson tónskáld býðst nú í forsölu hjá Veröld á sérstöku tilboðsverði, 4.900 krónur í stað 6.990 króna. Bókin er væntanleg á markað í haust, en 14. október eru 150 ár síðan Bjarni fæddist.

Séra Bjarni hefur oft verið nefndur ?faðir Siglufjarðar? fyrir hlut sinn í uppbyggingu bæjarins á fyrstu áratugum tuttugustu aldar, en auk þess er hann þekktur fyrir þjóðlagasafn sitt sem var mikið þrekvirki. Undanfarna mánuði hefur Viðar unnið að ritun ævisögunnar og fundið ýmislegt forvitnilegt sem ekki hefur komið fram áður. Í bókinni verða fjölmargar myndir. ?Þessi bók verður að prýða heimilisbókasöfn allra Siglfirðinga,? segir á Facebook-síðu Siglfirðingafélagsins.

Slóð á forsöluna er: http://www.verold.is/bjarnithorsteinsson.

Sigríður Lárusdóttir Blöndal og Bjarni Þorsteinsson í stofunni á Hvanneyri, sennilega um aldamótin 1900.

Orgelið mun hafa verið í eigu Bjarna þegar hann samdi Hátíðarsöngvana og öll sín þekktu sönglög

svo sem Ég vil elska mitt land, Kirkjuhvol og Systkinin.

Það er nú í eigu Siglufjarðarkirkju en var lánað þaðan niður í Þjóðlagasetur fyrir nokkrum árum.

Mynd: Veröld bókaútgáfa | verold@verold.is

Texti: Veröld bókaútgáfa | verold@verold.is og Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is