Fólkið á Sigló – ljósmyndabók


Í fyrri hluta apríl hyggst Björn Valdimarsson gefa út í takmörkuðu upplagi bók með 128 ljósmyndum af fólki sem hefur búið á Siglufirði eða tengst bænum með einhverjum hætti. Hún verður 25 x 20 cm, prentuð í lit og myndirnar voru teknar á árunum 2011 til 2017.

Bókin verður fyrst og fremst seld í forsölu á kostnaðarverði, sem er 7.500 kr. á eintak miðað við afhendingu á Siglufirði. Pökkunar- og póstkostnaður fyrir afhendingar annars staðar á landinu er 750 kr.

Áhugasamir kaupendur eru hvattir til að hafa samband við Björn fyrir 10. mars.

Mynd: Björn Valdimarsson.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is