Búið að loka flugvellinum


Fyrir nokkrum dögum voru þrjú risastór X máluð á flugbrautina í Siglufirði. Í fyrra gaf Isavia það út, að ætlunin væri að taka Siglufjarðarflugvöll af skrá og loka og var rætt um dagsetningua 16. október 2014 í því sambandi. Að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingarfulltrúa Isavia, er nokkuð síðan flugvellinum var lokað. „Fyrst um sinn var NOTAM, upplýsingaskeyti til flugmanna, í gangi sem sagði til um lokunina en nú er þetta formlega komið í flugmálahandbók eftir nokkurt ferli. Því hefur flugbrautin verið merkt með X. Þó er ekki endanlega búið að afskrá flugvöllinn,“ sagði Guðni.

Mynd: Mikael Sigurðsson.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is