Flughált á Siglufjarðarvegi


Slaknað hefur verulega á frostinu sem verið hefur á norðanverðu landinu undanfarna daga og þessa stundina er flughálka frá Hofsósi að Ketilási, að því er lesa má á vef Vegagerðarinnar. Spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er svofelld: „Norðaustan 8-15 og slydda seint í nótt, en snýst í sunnan 13-20 með stöku skúrum eða éljum eftir hádegi. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig í fyrramálið, en kólnar síðan.“ Og fyrir Norðurland eystra: „Suðaustan 5-13 og snjókoma eða slydda í nótt. Vaxandi suðvestanátt í fyrramálið og léttir til, 10-18 um hádegi, hvassast vestantil. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig um hádegi, en kólnar síðan heldur.“

Mynd: Vegagerðin.
Texti: Veðurstofa Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is