Flughálka í kortunum


Á Norðvesturlandi er flughált frá Blönduósi og inn Langadal. Þæfingur og skafrenningur er á Þverárfjalli. Öxnadalsheiði er lokuð annars er hálka á vel flestum leiðum. Á Norðausturlandi er ófært á Víkurskarði og þungfært í Ljósavatnsskarði en mokstur stendur yfir. Þungfært er á Hólasandi, þæfingur er á Mývatnsöræfum og á milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Þetta segir í orðsendingu sem var að berast frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar.

Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er þessi: Suðvestan 13-20 m/s og líkur á vætu af og til, en 15-23 á Ströndum í kvöld. Úrkomumeira á morgun og lægir seinnipartinn. Hiti 2 til 8 stig, en 5 til 10 stig á morgun. Og fyrir Norðurland eystra: Suðvestan 10-18 m/s og dálítil rigning með köflum, en bætir í úrkomu á morgun. Hiti 2 til 8 stig síðdegis, en 4 til 11 á morgun.

Mynd: Vegagerðin.
Texti: Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar / Veðurstofa Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is