Flugeldahljóð


Um næstu áramót munu margir fjölskyldumeðlimir á íslenskum heimilum fyllast óöryggi og skelfingu, þegar mannfólkið kveikir í skoteldum sér til skemmtunar. Þetta eru gæludýrin og hestarnir.

Það er í flestum tilfellum hægt að laga eða fyrirbyggja hræðslu við hljóð fyrirfram. Þetta er gert með því að venja þau á hljóðin, svo þau átti sig á að ekkert hættulegt sé á ferð.

Vefurinn Flugeldahljóð gerð „örugg“, á slóðinni www.flugeldahljod.com, býður ókeypis fyrir hvern sem er fjórar viðeigandi hljóðskrár í MP3 formi, frá áramótaflugeldum og flugeldasýningu, og vandaðar leiðbeiningar. Notendur geta einnig búið til eigin CD hljómdisk ef þörf er á, eða keypt slíkan. Lausnin er byggð á þekktum aðferðum sem nefnast desensitization eða habituation. Hér fá eigendur frían aðgang að hljóðum og leiðbeiningum, en þurfa sjálfir að sjá fyrir viðeigandi hljómtækjum og tíma til að gera þetta. Það eru sex vörulínur fyrir mismunandi gerðir dýra: Hunda, ketti, hesta, fugla, smádýr og blandaðar tegundir.

Dýr eru lífandi verur, og það tekur misjafnan tíma milli einstaklinga að klára ferlið. Gæludýra- og hestaeigendum á Íslandi er boðið að skrá sig inn á vefnum og nýta lausnina. Best er að gera það sem allra fyrst.

Vefurinn www.flugeldahljod.com er byggður á nýsköpunarstarfi, þar sem verið er að þróa nýjungar á þessu sviði fyrir alþjóðamarkað, til að gera þessar aðferðir auðveldari og öruggari. Með því er vonast til að þær verði útbreiddari. Vefnum hefur þegar verið vel tekið af fagfólki á sviði umhirðu gæludýra. Á þeirri stundu sem þetta birtist hafa líklega milli 200-300 gæludýra- og hestaeigendur skráð sig inn á vefinn.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is