Flott sýning hjá nemendum grunnskólans


Í dag, frá kl. 11.00 til 14.00, var haldin
sýning á verkum nemenda Grunnskóla Fjallabyggðar í skólahúsinu við
Norðurgötu. Þar mátti sjá verk eftir nemendur í yngri deild á
Siglufirði og eldri deild skólans. Fjöldi manns leit inn og skoðaði það sem fyrir augu bar og þáði kaffi og meðlæti á eftir.

Sjón er sögu ríkari.

Önnur sýning verður 5. júní næstkomandi, og þá á verkum nemenda í yngri deild í Ólafsfirði.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is