Flott kynning á Gistiheimilinu Hvanneyri og Skíðasvæði Fjallabyggðar

FAB Travel, sem er með aðsetur á Akureyri og í Hafnarfirði, er að gefa út sína fyrstu vetrarhandbók og er hún tileinkuð Norðurlandi að þessu sinni. Þar er m.a. að finna stórfína kynningu á Gistiheimilinu Hvanneyri og Skíðasvæði Fjallabyggðar.

Í aðfaraorðum segir:

Félagið FAB Travel ehf var stofnað
árið 2004 undir nafninu Sportrútan ehf. Í byrjun árs 2010 var nafni
fyrirtækisns breytt í FAB Travel ehf en ástæða þótti til að gera nafnið
alþjóðlegra þar sem þjónusta við erlenda ferðamenn hefur aukist mikið.
FAB er stytting á slagorði félagsins ?Free as a Bird? og merkir
sveigjanleika félagsins.

Félagið er að mestum hluta í eigu
einnar fjölskyldu sem vinnur samhent að vexti og velgengni félagsins.
Grunnþjónusta félagsins felst í hópbílaakstri en starfsemin hefur verið
að færast út í ráðgjöf og ferðaskipulagningu fyrir stóra sem smáa hópa.

Síðastliðið haust fór FAB Travel af
stað með klasasamstarf til að efla ferðaþjónustu á Norðurlandi og hátt í
40 fyrirtæki sýndu áhuga á að taka þátt í slíku samstarfi. Um er að
ræða gistiþjónustu, veitingastaði og aðila sem bjóða upp á fjölbreytta
afþreyingarmöguleika, þannig að úr nægu er að velja þegar kemur að
skipulagningu hópferða.

Framtíðaráform er að félagið vaxi og
dafni upp í hagkvæma stærðareiningu á næstu 5 árum. Vöxtur félagsins
byggist aðallega á aukinni þjónustu við ferðamenn og starfsemin færist
nær því að verða ferðaskrifstofa sem veitir persónulega þjónustu, sem
sniðin er að þörfum hvers og eins. Verið er að vinna að umsókn um
ferðaskrifstofuleyfi.

Heimasíða fyrirtækisins er svo hér. Þar er alla vetrarhandbókina að finna.

Forsíðan.

Gistiheimilið Hvanneyri.

 

Skíðasvæði Fjallabyggðar.

Myndir: FAB-Travel | fabtravel@fabtravel.is

Inngangstexti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Ívitnaður texti: FAB-Travel | fabtravel@fabtravel.is