Flórgoðinn í Morgunblaðinu


Ellefu ára gamall Siglfirðingur, Mikael Sigurðsson, á ljósmynd á bls. 2 í Morgunblaði dagsins. Hún var tekin á annan í hvítasunnu, á ónefndum stað á Norðurlandi, og sýnir flórgoða á hreiðri.

Pilturinn er mjög áhugasamur um lífríkið og nýtur þess að vera úti, t.d. við að mynda fugla og allt sem þeim tengist, en hefur ekki síður áhuga á hvölum og er farinn að iða í skinninu vegna hvalaskoðunarvertíðarinnar sem er nýlega hafin víða um land.

Þann 28. maí í fyrra birtist önnur mynd eftir hann í sama blaði. Sú var af maríuerlu.

Báðar voru teknar á Panasonic Lumix DMC-FZ60/62 myndavél.

Fréttin og ljósmyndin í Morgunblaðinu í dag.

Myndin sem birtist 28. maí í fyrra.

Ljósmynd: Mikael Sigurðsson.
Úrklippa: Úr Morgunblaði dagsins.
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]