Fljótt skipast veður í lofti


Það er búið að vera dálítið einkennilegt veður í Siglufirði í dag. Í
morgun var stillt og úði í lofti, svo fór að rigna aðeins þéttar og
blása úr suðri, og úr því varð einhvers konar slydda er fram leið, þá
birti allt í einu upp, eftir það helltust él yfir á innan við 10
mínútum, og dimmdi mjög, en fyrir um hálftíma sá í bláan himin og sól kyssti hnjúkana í austri.

Meðfylgjandi ljósmyndir sem teknar voru á um 9 mínútna kafla gefa örlitla innsýn í þessar sveiflur.

Kl. 16.07.57.

Kl. 16.12.25.

Kl. 16.13.38.

Kl. 16.16.53.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is