Fleiri siglfirskar afreksstúlkur


Þjálfarar U17 ára landsliðs kvenna í blaki hafa valið lokahópinn sem keppir í Köge í Danmörku í næstu viku. Þar á meðal er siglfirsk stúlka, Margrét Brynja Hlöðversdóttir, fædd 13. október 2004, en Anna Brynja, sem valin var í U15 ára í knattspyrnu á dögunum og er nýkomin heim frá Víetnam eftir sigurför þangað, og Margrét Brynja eru systradætur. Foreldrar Margrétar Brynju eru Berglind Ýr Birkisdóttir og Hlöðver Sigurðsson.

Og ekki nóg með það, heldur hafa Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari í badminton og Jeppe Ludvigsen afreksstjóri/aðstoðarlandsliðsþjálfari valið í landsliðshópa fyrir tímabilið 2019-2020 og þar á meðal eru tvær siglfirskar systur, Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, sem hefur verið valin í landsliðshóp yngri spilara, og Sólrún Anna Ingvarsdóttir, sem hefur verið valin í A landslið og afrekshóp BSÍ. Foreldrar Hrafnhildar Eddu, sem fædd er 19. júlí 2007, og Sólrúnar Önnu, sem fædd er 11. desember 1999, eru Sigurlaug Ragna Guðnadóttir og Ingvar Erlingsson.

Siglfirðingur.is óskar þessum stúlkum öllum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju.

U17 í blaki. Margrét Brynja er þarna í treyju nr. 19.

Hrafnhildur Edda og Sólrún Anna Ingvarsdætur.

Forsíðumynd: Fengin af Netinu.
Aðrar myndir: Blaksamband Íslands og Ingvar Erlingsson.
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]