Flækingsfuglarnir hellast yfir


Mikið af flækingsfuglum hefur borist
inn á Norðurland í kjölfar óveðursins sem verið hefur að undanförnu og
Siglufjörður hefur ekki farið varhluta af þessu; frést hefur af slíkum gestum um allan bæ í dag.

Í birtingu í morgun voru komnir í garðinn á Hvanneyri a.m.k. 15
gráþrestir, 10 svartþrestir og 7 silkitoppur auk þess sem ein
skógarsnípa var tekin í hús eftir að hafa flogið á tank við SR. Henni
varð ekki meint af og var sleppt nokkru síðar.

Hér koma nokkrar myndir.

Þannig leit Siglufjörður út í dag.

Ýmislegt höfðu vindar borið með sér, eins og t.a.m. þennan gráþröst.

Og eftir langt flug er epli kærkomin saðning.

Silkitoppa og gráþröstur matast.

Þessi skógarsnípa flaug á tank hjá SR í rökkrinu í morgun og vankaðist.

Henni var þá komið í hlýjuna á vélaverkstæðinu og hún fékk að kúra þar

á meðan hún var að jafna sig. Í hádeginu var henni sleppt lausri.

Henni varð sem betur fer ekki meint af samstuðinu.

Ungur svartþröstur.

Í hópnum sem kom í nótt voru bæði ungir fuglar og eldri og af báðum kynjum.

Gráþröstur.

Silkitoppa.

Og annar gráþröstur.

Þeir voru a.m.k. 15 á Hvanneyrarhólnum.

Gráþröstur, silkitoppa, svartþröstur og gráþröstur.

Tvær silkitoppur.

Og ein til.

Alls voru þær sjö.

Ungur svartþröstur.

Silkitoppa.

Og enn ein.

Og gráþröstur.

Þrjár silkitoppur.

Annað sjónarhorn.

Og að lokum horft yfir sviðið.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is