Fjör á jólaballi Siglfirðingafélagsins


Jólaball Siglfirðingafélagsins, sem
haldið var í sal KFUM & K í fyrradag, 27. desember, tókst með
eindæmum vel og stemningin var frábær. Um 200 Siglfirðingar, stórir og
smáir, skemmtu sér konunglega með dansi og söng í kringum jólatréð í
fylgd þeirra bræðra Stúfs og Hurðaskellis. Bornar voru fram rjúkandi
fínar vöfflur með rjóma og ekta heitt súkkulaði.

Hér koma nokkrar myndir.

Myndir: Rakel Björnsdóttir og fleiri.

Texti: Rakel Björnsdóttir.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is