Fjölskylduguðsþjónusta og pylsuveisla


Á sunnudaginn var, 27. mars, lauk formlega vetrarstarfi þjóðkirkjunnar í
Fjallabyggð hvað börnin varðar, eða Kirkjuskólanum svokallaða, með
fjölskylduguðsþjónustu í Ólafsfjarðarkirkju, með virkri þátttöku yngstu kynslóðarinnar, og svo pylsuveislu í
safnaðarheimilinu á eftir. Fjölmenni var við athöfnina, bæði úr austur- og vesturbænum. Markar þessi ánægjulega stund, sem sr. Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur þar leiddi, upphaf nánari samvinnu
þessara tveggja safnaða, þ.e.a.s. í Ólafsfirði og á Siglufirði.

Hér koma nokkrar myndir.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is