Fjölskyldudagur Siglfirðingafélagsins


Fjölskyldudagur Siglfirðingafélagsins var haldinn í Grafarvogskirkju á
sunnudaginn var, 22. maí, og var þar fjölmenni, eða u.þ.b. 300 manns.
Kl. 14.00 var guðsþjónusta, þar sem Vigfús Þór Árnason og undirritaður
þjónuðu fyrir altari, Helga Haraldsdóttir og Haukur Ómarsson lásu
ritningarlestra, Jón Sæmundur Sigurjónsson flutti hátíðarræðu og Hermann Jónasson las lokabæn. Að þessu búnu var slegið upp mikilli veislu.

Á aðalfundi Siglfirðingafélagsins í janúar 1967 var ?ákveðið að gera 20. maí að reglulegum samkomudegi (fjölskyldudegi) félagsins?. Fjölskyldudagurinn var haldinn í fyrsta sinn 19. maí 1968 í Sigtúni, Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Í blaðaauglýsingu var sagt að þetta væri gert í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar. Á dagskrá var ?sameiginleg kaffidrykkja, ávörp og létt músik?. Félagar voru hvattir til að taka með ?fjölskyldumeðlimi á öllum aldri?. Þarna var ?kaffi og heimabakað brauð á boðstólum?. Á næsta aðalfundi gat Jón Kjartansson formaður félagsins þess að hann hefði fundið sérstakt Siglónammibragð af brauðinu og taldi æskilegt að svo yrði áfram. Frá og með árinu 1970 hefur dagurinn verið fyrsta sunnudag eftir 20. maí. Eftir að Vigfús Þór Árnason varð prestur í Grafarvogskirkju, fyrir rúmum tveimur áratugum, hefur sérstök Siglfirðingamessa verið hluti af Fjölskyldudeginum.

Hér koma nokkrar myndir frá 22. maí 2011.

Þessi ungi harmonikkusnillingur flutti nokkur lög á undan guðsþjónustunni.

Þetta er Jónas Ásgeir Ásgeirsson, sonur Ásgeirs Jónassonar
og afabarn Jónasar Ásgeirssonar

skíðakappa og fótboltamanns.

Hátíðarkökuna flottu gerði Sigurgeir Erlendsson bakari í Borgarnesi.

Sigurður Sigurðarson, fyrrverandi yfirdýralæknir, og sambýliskona hans, Ölöf Erla Halldórsdóttir,

á tali við Ingvar Jónasson sem er kvæntur Stellu Sigurjónsdóttur, Sæmundssonar.

Horft yfir salinn. Þarna eru m.a. Jón Sæmundur Sigurjónsson og Birgit Henriksen

og fyrir aftan þau má sjá Steingrím Lilliendahl, Hörpu Gissurardóttur og Ellý Björnsdóttur,

og aftan við Birgit eru Hjálmar Stefánsson og Halla Haraldsdóttir listakona.

 Þarna eru m.a. Steingrímur Lilliendahl, Hjálmar Stefánsson, Halla Haraldsdóttir,

Ásdís Kjartansdóttir og Björn Jónasson.

Jón og Stefán Skaftasynir ásamt eiginkonum sínum, Jóhanna Skaftadóttir og Gunnlaugur Skaftason,

Henning Bjarnason, Magðalena Hallsdóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir og fleiri.

Þórir Björnsson, Jóhannes Þórðarson, Soffía Jóhannesdóttir, Magnea Ólafs og Ólafur Ólafs.


Elín Pálsdóttir, Björn Jónasson og fleiri.

Ólöf Kristjánsdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Guðmundur Árnason og Regína Guðlaugsdóttir

og fleiri.

Arnold Bjarnason, Katrín Guðjónsdóttir og Jónas Ragnarsson.

Rakel Björnsdóttir og Hólm Dýrfjörð, sem er elsti Siglfirðingurinn sunnanlands, 97 ára,

og jafnframt sá elsti í Siglfirðingafélaginu.

Horft yfir sviðið.

Halla Haraldsdóttir, Arnold Bjarnason, Jóhanna Boeskov, Vilborg Reimarsdóttir,

Steinunn Friðriksdóttir, Hjálmar Styrkársson og fleiri.

Kjartan Sigurjónsson, Skúli Guðbrandsson, Már Jóhannsson, Sæunn Hafdís Oddsdóttir og fleiri.

Ólöf Á. Kristjánsdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir, Konný Agnarsdóttir, Jóhann S. Sigurðsson og Inga Margrét Skúladóttir

og fleiri.

Ragna Þorleifsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Skúli Jónasson, Ólafur Haukur Árnason.

Helena Sigtryggsdóttir, Ingibjörg Möller, Kristján L. Möller, Oddný Hervör Jóhannsdóttir, Jóna Möller og fleiri.

Brynja Svavarsdóttir og Ólöf Á. Kristjánsdóttir.

Ævar Friðriksson, Þorkell Hjörleifsson, Baldur Árnason, Haraldur Árnason, Helga Guðmundsdóttir og fleiri.

Vigfús Þór Árnason og fleiri.

Jóhannes Þórðarson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, en hann er orðinn 91 árs.

Inga Margrét Skúladóttir, Herdís Sigurjónsdóttir, Jóhann S. Sigurðsson, Konný Agnarsdóttir, Rakel Björnsdóttir.

Mæðgurnar Sigríður Kristjánsdóttir, Haukssonar, og Erla Björnsdóttir.

Og að lokum Vigfús Þór Árnason.

Myndir: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is og Jónas Ragnarsson | jr@jr.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is