Fjölmenni í Breiðfirðingabúð


Á annað hundrað manns voru á samkomu Siglfirðingafélagsins í Breiðfirðingabúð í Reykjavík í kvöld. Í upphafi las Ragnar Jónasson úr bók sinni Dimmu og Rakel Fleckenstein Björnsdóttir úr bókinni Þarmar með sjarma, sem hún hefur þýtt. Síðan var kaffihlé þar sem boðið var upp á sírópskökur, jólasmákökur o.fl. frá Aðalbakaríi á Siglufirði, Sigurjón Jóhannsson sýndi Siglufjarðarmyndir og Ragnar og Rakel árituðu bækur. Loks var Gunnar Trausti Guðbjörnsson með „skyggnulýsingar“ þar sem sýndar voru gamlar myndir frá Hafliða Guðmundssyni og fleirum.

Myndir: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is