Fjöllistahópurinn Melodic Objects


Sunnudaginn 22. júlí kl. 15.00 verður fjöllistahópurinn Melodic Objects með sýningu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Sex Jögglarar og einn tónsmiður – Saara Ahola (Finnlandi), Peter Åberg (Svíþjóð), Jay Gilligan (Bandaríkjunum), Mirja Jauhiainen (Finnlandi), Andrea Murillo (Bandaríkjunum), Kyle Driggs (Bandaríkjunum) og Emil Dahl (Svíþjóð) – vinna saman að lifandi sýningu sjónrænna tóna. Samleikur þeirra er leiddur af Jay Gilligan sem jafnframt er Jogglprófessor hjá Dans og Sirkusháskólanum í Stokkhólmi, Svíþjóð. Gjörningurinn er lofkvæði til hins heimsþekkta farandleikshóps „The Flying Karamozov Brothers“ eða Fleygu Karamozovbræðurnir. Karamozovbræðurnir fengust við ýmsar kenningar á joggli sem varð jogglurunum að innblæstri við gerð sýningar sinnar. „Jöggl er röð viðburða, köst og grip allt eftir lögmálum tímans. Tónlist, á álíka vegu, er röð viðburða, tónar samfelldir tíma og rúmi. Þetta samband tímans og viðburðaröð tónlistarinnar er kallað taktur. Þetta sama íðorð, taktur, má nota um samskonar samband í jöggli. Þannig að… jöggl er taktur og tónlist er taktur. Allt bendir til þess að ef A er sama sem B, og B sama sem C, þá er A sama sem C… þess vegna er jöggl tónlist!“

Sýningin er fyrir fólk á öllum aldri og eru allir velkomnir.

Enginn aðgangseyrir en tekið við frjálsum framlögum.

Myndir og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]