Fjölbreytt blað Siglfirðingafélagsins


Fréttablað Siglfirðingafélagsins,
maíheftið, barst til félagsmanna í dag. Þar er sagt frá fjölskyldudegi
félagsins sem verður í Grafarvogskirkju sunnudaginn 22. maí og 50 ára afmælishátíð sem verður á Broadway 22.
október. Þá eru upplýsingar um dagskrá Þjóðlagahátíðar á Siglufirði
6.-10. júlí og rætt við Viðar Hreinsson um ævisögu séra Bjarna
Þorsteinssonar, en bókin kemur út í haust. Loks má nefna viðtal Leós R.
Ólasonar við listakonuna Höllu Haraldsdóttur.

Blaðið í heild er hér fyrir neðan.

Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is