Fjáröflun KF


Á morgun, fimmtudaginn 30. október, munu iðkendur KF á öllum aldri ganga í hús og bjóða pappír til sölu (salernispappír á 4.500 kr. og eldhúspappír á 3.500 kr.) ásamt því að safna dósum á Siglufirði. Félagið hvetur íbúa Fjallabyggðar til að taka vel á móti krökkunum en foreldrar í 3. og 6. flokki karla og kvenna ásamt meistaraflokksleikmönnum munu aðstoða þá í þetta skipti. Fjáröflunin hefst kl. 18.00.

Með fótboltakveðju,
KF.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Aðsendur.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is