Fjallaskíðafjör í Fjallakofanum


Fimmtudaginn 22. mars, á milli kl. 20.00 og 22.00, blásum við til Fjallaskíðakvölds í Fjallakofanum í Kringlunni í Reykjavík 7 í tilefni af Super Troll Ski Race fjallaskíðakeppninni sem haldin verður á Siglufirði dagana 11.-13. maí næstkomandi. Keppnin verður nú haldin í fimmta sinn á þessum einstaka stað yst á Tröllaskaganum, Mekka fjallaskíðamanna.

Tómas Guðbjartsson fjallalæknir með meiru mun ásamt Siglfirðingum koma í heimsókn og segja frá nýju og spennandi fyrirkomulag á fjallaskíðamótinu og hverju má búast við í þessari einstöku keppni. Undirbúningur fyrir keppnina stendur nú sem hæst og auk ýmislegrar nýbreytni standa keppendum til boða glæsileg verðlaun, s.s. þyrluskíðaferð frá Arctic Heliskiing, búnaður frá Fjallakofanum og gisting fyrir tvo á Hótel Sigló o.m.fl. Þeir sem skrá sig til keppni þetta kvöld fá sérstök kjör á þátttökugjaldi í keppnina.

Að auki mun Fjallakofinn kynna það helsta í snjóflóðabúnaði frá Pieps og Black Diamond og sýna hvernig Jetforce snjóflóðabakpokarnir frá Pieps og Black Diamond virka. Allur snjóflóðabúnaður verður jafnframt á sérstöku tilboði fyrir þátttakendur í Super Troll Ski Race. Sérstök kjarakaup verða ennfremur í boði á fjallaskíðum, fjallaskíðaskóm og fjallaskíðabindingum. Takmarkað magn og fyrstur kemur fyrstur fær!

Allir sem mæta þetta kvöld detta í lukkupottinn en úr honum drögum við fjóra heppna gesti sem fá glæsilega vinninga; Julbo skíðagleraugu og skíðahjálma.

Síðast en ekki síst verður Fjallakofinn stútfullur af glænýjum vor/sumar fjallafötunum frá Marmot og Arcteryx sem hægt er að kaupa með 20% afslætti.

Og allra allra síðast og alls ekki síst, þá verður í boði ískaldur KALDI frá Ársskógsströnd og alvöru harðfiskur með smjéri.

Mynd, auglýsing og texti: Aðsent.

 

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is