Fjallabyggðarrútan með nýja tímatöflu


Á morgun, miðvikudaginn 8. júní, breytast áætlunarferðir Suðurleiða í Fjallabyggð. Tímasetningar ferðanna hafa verið sniðnar að æfingatíma KF í sumar og mun rútan því ferðast á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, þannig að iðkendur KF komist á réttum tíma á æfingar. Íbúar Fjallabyggðar geta einnig nýtt sér rútuna sem ferðakost sé nægt pláss í henni eftir að allir iðkendur KF eru komnir um borð.

Á þessari vefslóð má sjá nýju áætlunina og æfingatafla KF er svo hér.

Fjallabyggðarrútan ekur samkvæmt nýrri tímatöflu frá og með morgundeginum.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is