Fjallabyggð sigraði Reykhólahrepp


Fjallabyggð bar sigurorð af Reykhólahreppi í Útsvari kvöldsins á RÚV í hörkuspennandi viðureign. Lokatölur urðu 78 gegn 76. Í liði Fjallabyggðar voru Guðrún Unnsteinsdóttir, kennari við Grunnskóla Fjallabyggðar, Halldór Þormar Halldórsson, umsjónarmaður sérverkefna hjá Sýslumanni Norðurlands eystra, og Ólafur Unnar Sigurðsson, starfsmaður hjá Samkaupum/Úrvali á Siglufirði.

Siglfirðingur.is óskar þremenningunum innilega til hamingju með sigurinn.

Þáttinn má nálgast hér.

Mynd: Skjáskot úr Útsvarsþætti kvöldsins.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is