Fjallabyggð með nýtt lið í spurningaþættinum Útsvari


Útsvar, hinn geysivinsæli
spurningaþáttur RÚV, fór í loftið þetta haustið 17. september, sem er þá
fjórða árið í röð, og er kominn á fullt skrið. Fyrirkomulagið verður
það sama og í fyrra, 24 lið hefja keppni og sigurliðin 12, auk fjögurra
stigahæstu tapliðanna, komast áfram í aðra umferð. 

Fjallabyggð teflir fram splunkunýju liði og
ætlar sér stóra hluti. Þetta eru María Bjarney Leifsdóttir úr
austurbænum og Ámundi Gunnarsson og Halldór Þormar Halldórsson úr
vesturbænum. Þau mættu upp í efra skólahús í Siglufirði á dögunum, í
annað sinn, til að stilla saman strengi, en fyrsta viðureign liðsins okkar
fer fram 15. október næstkomandi og verður þá att kappi við
sveitarfélagið Árborg.

Siglfirðingur.is óskar þessum vitkum alls hins besta í komandi hugarglímu og vonandi sem flestum eftir það.

Lið Fjallabyggðar á góðri stund: Ámundi Gunnarsson, María Bjarney Leifsdóttir og Halldór Þormar Halldórsson.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is