Fjallabyggð vermir 3. sætið


Árlega hefur ritið Vísbending metið fjár­hags­legan styrk sveit­ar­fé­laga og tekið heild­ar­nið­ur­stöð­urnar sam­an. Úttektin byggir á árs­reikn­ingum sveit­ar­fé­laga og er farið ræki­lega yfir skuld­ir, tekj­ur, íbúa­fjölda, eignir og grunn­rekst­ur, bæði A-hluta og B-hluta í efna­hags­reikn­ingi þeirra. Sveitarfélögunum eru gefnar einkunnir eftir nokkrum þáttum eða forsendum sem leiða til þess að það sveitarfélag sem skorar hæst fær útnefninguna Draumasveitarfélagið.

Fjallabyggð lenti þetta árið í 3. sæti með einkunnina 7.5, sem er auðvitað frábært, en var í fyrra í 6. sæti með 7.1 stig.

Sjá nánar hér.

Mynd: Úr safni.
Texti: Fjallabyggd.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is