Fjallabyggð gæti orðið spennandi valkostur fyrir golfáhugafólk


?Í Fjallabyggð er nú verið að vinna að uppbyggingu tveggja 9 holu
golfvalla, í Ólafsfirði og á Siglufirði. Leggja á fjármuni í endurbætur á
golfvellinum í Ólafsfirði og hefja á uppbyggingu nýs golfvallar við
skógræktina í Hólsdal í samvinnu við golfklúbb Siglufjarðar og Rauðku
sem er fyrirtæki athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar sem byggt hefur
upp öfluga og glæsilega ferðaþjónustu á Siglufirði,? segir Timinn.is í dag.

Og áfram: ?Þannig verður Fjallabyggð í framtíðinni spennandi valkostur fyrir
golfáhugafólk en þessi íþróttagrein hefur vaxið hvað hraðast hér á landi
á síðustu árum. Með þessari uppbyggingu styrkist staða
ferðaþjónustunnar sem og sveitarfélagsins á svæðinu til mikilla muna.?

Sjá hér.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Timinn.is/ritstjórn.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is