Fimmtungsfækkun íbúa á áratug


Nýjustu tölur frá Hagstofunni sýna að
1. desember 2010 voru 2.037 íbúar í Fjallabyggð og hafði þeim fækkað um
45 á einu ári, sem er heldur minni fækkun en næstu þrjú ár á undan.
Fækkunin frá árinu 2000 er um 21,5%. Vonir eru bundnar við að með
tilkomu Héðinsfjarðarganga fari þessi þróun jafnvel að snúast við.

Hinn 1. janúar 2010 bjuggu 1.214 manns á Siglufirði og 852 á Ólafsfirði.
Á báðum stöðunum eru karlarnir fleiri en konurnar og munar 24 á
Siglufirði en 27 á Ólafsfirði. Tölur fyrir upphaf þessa árs eru ekki enn
tiltækar.

Þess má geta að 15% íbúa Siglufjarðar eru sjötíu ára eða eldri og rúm
14% íbúa Ólafsfjarðar. Hliðstæðar tölur fyrir Dalvík eru 10% en 9% fyrir
Akureyri og Reykjavík.

Fjallabyggð eins og hún birtist á stóra Íslandslíkaninu í vestursal Ráðhúss Reykjavíkur.

Mynd og texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is