Fimm sönglög eftir Bjarna


Í júnímánuði 1918, fyrir einni öld, kom út hefti með fimm sönglögum eftir séra Bjarna Þorsteinsson á Siglufirði. Heftið nefndist „Bjarkamál hin nýjustu,“ með tilvísun í Bjarkamál í Heimskringlu, og voru lögin ætluð fyrir blandaðar raddir. Alls er vitað um fjörutíu til fimmtíu sönglög eftir Bjarna.

Ljóðin sem Bjarni gerði lög við að þessu sinni voru:

  1. „Einhuga fram,“ ljóð Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds.
  2. „Íslands fáni,“ ljóð Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds.
  3. „Íslands vísur,“ ljóð Hannesar Hafstein skálds og ráðherra.
  4. „Hvöt,“ ljóð Páls Jónssonar Árdal kennara og skálds.
  5. „Ung er vor gleði,“ ljóð Einars Bendiktssonar skálds.

„Lögin eru hin snotrustu og vel fallin til söngs og munu eflaust ná mikilli hylli eins og svo mörg lög eftir sama höfund hafa gert,“ sagði í reykvíska blaðinu Frón.

Mynd: Tímarit.is.
Texti: Jónas Ragnarsson │ jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is