Fimm hundruð bílar á dag um Héðinsfjörð


Vegagerðin hefur nú tekið saman bráðabirgðatölur um umferð um
Héðinsfjarðargöng. Þær sýna að dagana 14.-18. október fóru að meðaltali
um 500 bílar þar um á sólarhring. Þetta er mjög athyglisvert í ljósi
þess, að hér er um vetrarumferð að ræða og vígsluhelgin og sú næsta á eftir, þegar mjög margir voru á ferðinni, eru ekki þarna inni í. Búast má við að sumarumferðin verði enn meiri.

Þegar rætt var upphaflega um að ráðast í gerð ganganna var gert
ráð fyrir að framkvæmdin yrði arðbær miðað við 350 bíla meðalumferð á
sólarhring allt árið, en margir töldu að umferðin yrði mun minni.

Friðleifur Ingi Brynjarsson
verkefnastjóri hjá Umferðardeild Vegagerðarinnar segir að hundrað metrum vestan við eystri gangamunnann í
Héðinsfirði verði sett upp veðurstöð og við hana verði tengdur teljari
sem auðvelt verður að lesa af.

Dagana 14.-18. október fóru að meðaltali
um 500 bílar um Héðinsfjarðargöng á sólarhring.Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Súlurit og tafla: Vegagerðin

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is